Wednesday, March 10, 2010

Wednesday, March 10, 2010

Ég er að hugsa um hvernig þetta verður með bloggið mitt, mig langar að nefnilega að opna lénið halldorgunnlaugsson.com og vera með blogg þar, en það er ekki alveg tímabært, en aftur á móti langar mig líka til þess að byrja bloggið mitt.
Aðal hugsunar efnið mitt í dag er sálfræðingurinn minn en hún vill að ég haldi mig við raunverulega hluti sem hún hefur lært í bókum og halda augunum á markmiðunum mínum með fókus og heilhug. Ég hinsvegar hneigist í það að velta hlutunum fyrir mér með heimspeki og henni miður ræða um mál sem ég virðist hafa sérstöðu í eða einsog hún segir það hlutir sem trufla bara og hafa einga þýðingu að vera að velta fyrir sér.
Skólinn er skemmtilegur en með hans hjálp brennur bál innra með mér. Samt get ég ekki beðið eftir að fara að vinna.